Gral vikunnar

 

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fá aðstandendur svokallaðs bændadags í Þelamerkurskóla í Hörgársveit. Á Bændadegi er hefðbundin kennsla felld niður meðan nemendur í 9. og 10. bekk vinna hin ýmsu sveitastörf á bæjum í sveitinni. Á heimasíðu skólans (http://www.thelamork.is/is/frettir/baendadagur) segir: „Í dag [18. apríl] hafa nemendur í 9. og 10. bekk verið í vinnu á hinum ýmsu bæjum í sveitarfélaginu og líkað vel. Þessi árlegi dagur er kallaður bændadagurinn og er liður í því að styrkja tengsl milli skólans og samfélagsins. Afar ánægjulegt er hve vel bændur taka á móti nemendum og  bjóða þá velkomna bæði inn á sinn vinnustað og heimili…“ Sniðug uppákoma hjá íbúum Hörgársveitar þar sem grunnskólanemendur fá tækifæri til að hvíla sig á hefðbundnu skólahaldi meðan þeir læra í skóla lífsins.          

     

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd