main image

Gral vikunnar

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fær Gallerý Sigga-búð á Dalvík. Gallerýið er rekið af hjónunum Siggu og Bjössa en þau hófu brennslu á nytjamunum úr gleri árið 2004. Reksturinn fer einnig fram undir nafninu Stjarnan-Glermunir en vinnuaðstaða þeirra er í kjallaranum heima. Þau hjónin búa m.a. til sandblásna glermuni fyrir hátíðleg tilefni svo sem brúðkaup, skírnir og fermingar. Gallerýið er opið þrjá daga í viku og alltaf er heitt á könnunni. Skemmtilegur heimilisiðnaður þarna á ferðinni og notaleg stemning sem mætir viðskiptavinum Gallerýsins. Víða í Eyjafirði má finna skapandi einstaklinga sem efla menningu heimabyggðar. Með framlagi sínu leggur Gallerý Sigga-búð á Dalvík sitt lóð á vogarskálarnar.