Um okkur
Brynjar Karl Óttarsson grunn- og framhaldsskólakennari er upphafsmaður og jafnframt verkefnisstjóri Grenndargralsins. Brynjar er kvæntur Hildi Hauksdóttur og eiga þau tvo syni. Hann er fæddur og uppalinn í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit.
Nám:
Grunnskólinn í Hrafnagilshreppi, Eyjafirði.
Hrafnagilsskóli, Eyjafirði.
Verkmenntaskólinn á Akureyri 1991-1995 – stúdentspróf af íþróttabraut.
Kennaraháskóli Íslands – B-Ed.-próf 2001.
Störf:
Garðyrkjustöðin Grísará 1988.
Þvottahús Kristneshælis 1989.
Umsjónarmaður lóða við Kristnesspítala 1990-2002.
Mjólkursamlag KEA 1995-1996.
Kennsla við Síðuskóla á Akureyri 1996-1997.
Brauðgerð Axels 1997-1998.
Kennsla við Giljaskóla á Akureyri 2001-2016.
Kennsla við Menntaskólann á Akureyri frá 2016.
Stjórnarformaður Sagnalistar frá 2018.
Ritstörf og skólaþróun.
Áhugamál:
Útivist, tónlist, fjölskyldan, íþróttir og sagnfræðigrúsk.
Hildur Hauksdóttir kennari í Menntaskólanum á Akureyri er starfsmaður Grenndargralsins. Hildur er kvænt Brynjari Karli Óttarssyni og eiga þau tvo syni. Hildur er fædd og uppalin á Akureyri.
Nám:
Síðuskóli.
Menntaskólinn á Akureyri – stúdentspróf 1996.
Háskóli Íslands – B.A. í ensku 2000.
Fjölbrautarskólinn við Ármúla – læknaritun 2004.
Háskólinn á Akureyri – kennsluréttindi 2005.
Háskólinn á Akureyri – meistaranám á menntavísindabraut 2017.
Störf:
Útgerðarfélag Akureyringa 1993-1995.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1998-1999.
Friðrik Skúlason ehf 2000-2002
Raflampar ehf 2002-2004.
Menntaskólinn á Akureyri frá 2004.
Áhugamál:
Fjölskyldan, bókmenntir, matargrúsk og jafnréttismál.

Arnar Birgir Ólafsson er landslagsarkitekt á Akureyri. Arnar hefur unnið að þróun og ritstörfum á vegum Grenndargralsins.

Helga Halldórsdóttir er skólastjóri á Akureyri. Helga hafði umsjón með Leitinni að Grenndargralinu í Glerárskóla á upphafsárum Leitarinnar og kom auk þess að þróun hennar.

Herdís Björk Þórðardóttir er grafískur hönnuður. Herdís hannaði og braut um þrjár bækur sem Grenndargralið gaf út á árunum 2015-2017.

Sigrún Sigurðardóttir er kennari á Akureyri. Sigrún hafði umsjón með Leitinni að Grenndargralinu í Síðuskóla á upphafsárum Leitarinnar og kom auk þess að þróun hennar.

Valur Hauksson er forritari hjá Stefnu Hugbúnaðarhúsi. Valur hefur umsjón með vefsíðu Grenndargralsins.
Harpa Jörundardóttir
Hjartanlegar hamingjuóskir með síðuna. Það verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi þróun á þessu stórmerkilega verkefni. Gangi ykkur vel í vetur =)
Comment — September 2, 2010 @ 14:37
Sigrún Helga
Frábært verkefni og flott síða.
Héðan að austan verður vel fylgst með.
Comment — September 4, 2010 @ 14:05
Hafdís Kristjánsdóttir
Til hamingju með stórglæsilega heimasíðu. Það er svo bjart yfir henni og hún er eitthvað svo hrein. Ég mun fylgjast vel með keppninni. Ég fann reyndar ekki kynningu á liðunum en ég reikna með að hún sé væntanlegt. Ég veit hve mikinn tíma þetta tekur allt. Gangi ykkur öllum vel.
Comment — September 9, 2010 @ 19:23
Ásdís Birgisdóttir
Þetta er frábær síða og alveg rosalega flott verkefni. Nú þurfið þið bara að fara í útrás með þetta og útvega ykkur einkaleyfi:)
Gangi ykkur vel.
Comment — December 2, 2010 @ 20:34
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
Þetta er virkilega flott síða hjá ykkur. Til hamingju með hana og sífellt stækkandi verkefni sem er á allan hátt til fyrirmyndar í skólastarfi. Ég hlakka til að fylgjast með héraðsfréttum frá unglingum bæjarins 🙂
Gangi ykkur vel.
Ragnheiður Lilja
Comment — April 14, 2011 @ 15:12
Vala Tryggvadóttir
Mig langar að segja ykkur dálitla sögu. Þegar ég fór til Winnipeg í nám haustið 1995 þá frétti ég af sögu þeirra Kristínar Sölvadóttur og Charles Thorson. Vestur-Íslendingar sem ég þekki í Winnipeg er mjög hrifið af sögunni um að Mjallhvít sé Íslensk og það talar um að ef maður skoðar kynningartextann í upphafi myndarinnar um Mjallhvíti og dvergana sjö þá er aldrei neinn sem fái heiðurinn af því að teikna Mjallhvíti. Ég las grein á Íslenska bókasafninu í Manitoba háskóla um hina Íslensku Mjallhvíti. Það hefur sjálfsagt verið greinin sem birtist í Lögbergi – Heimskringlu 26. maí 1989. Eitt er víst að Vestur – Íslendingar eru mjög stoltir af þessum tengslum.
Hugmyndin um grenndargralið er frábær. Endilega haldið þessu áfram.
Gangi ykkur vel,
Vala Tryggvadóttir
Comment — September 27, 2011 @ 00:04
Kristján Ásgeirsson
Daginn,
Ég rakst á heldur áhugaverða grein í blaðinu Akureyri, sem tekin var hér af síðunni ykkar. Verið var að spyrja af hverju ekki væri hótel við Ólafsfjarðarvatn og veitingastaður sem nýtti sér local hráefni við matargerð. Í stuttu máli sagt erum við frekar móðguð hérna á Brimnes Hótel og Bústöðum. Hér höfum við haldið úti hótelrekstri og bústaðaleigu í 15 ár með góðum árangri, veitt fólki lax og silung sem hér er framleiddur auk annarra sjávarafurða. Miðað við markmið þessarar heimasíðu um rannsóknir og heimildarvinnu verð ég satt best að segja að í þessu tilviki hefur viðkomandi rithöfundum hrapalega mistekist.
Með vinsemd og virðingu,
Kristján Ragnar Ásgeirsson
Brimnes Hótel og Bústaðir – Ólafsfirði
Comment — October 27, 2013 @ 17:52
admin
Heill og sæll Kristján.
Takk fyrir athugasemdina. Það er alltaf gott að heyra frá lesendum okkar hvað má betur fara því svo sannarlega gerast mistökin á þessum vettvangi eins og annars staðar. Í þessu tilfelli verð ég þó að koma eftirfarandi á framfæri:
Í fyrsta lagi er ekki spurt í greininni af hverju ekki sé hótel og veitingastaður við Ólafsfjarðarvatn eins og þú heldur fram. Sú hugmynd er hins vegar lögð til, óháð því hvort slíkur rekstur sé til staðar fyrir eða ekki. Á þessu er munur. Þó starfsemi ykkar hjá Brimnes Hótel og Bústöðum hafi eflt ferðamennsku á svæðinu síðustu 15 ár hlýtur að vera rúm fyrir fleiri aðila ef því er að skipta. Eða hvað?
Í öðru lagi talar þú um að rithöfundum greinarinnar hafi “hraplega mistekist” við rannsóknar- og heimildarvinnu. Ef eitthvað er beinlínis rangt með farið í greininni vil ég vinsamlegast biðja þig um að láta okkur vita því rétt skal vera rétt. Það skal þá eiga við um báða aðila.
Ef við höfum móðgað ykkur biðjum við ykkur afsökunar. Það var alls ekki ætlunin. Ég trúi því að þú sjáir það með því að lesa greinina með opnum huga. Gangi ykkur vel í ykkar góða starfi við uppbyggingu menningartengdrar ferðamennsku á Ólafsfirði. Staðurinn á allt gott skilið.
Virðingarfyllst,
Brynjar Karl Óttarsson
umsjónarmaður Grenndargralsins.
Comment — October 27, 2013 @ 20:13
Karl G Smith
Heil og sæl. Mjög svo áhugaverð síða, er hægt að tengjast henni ? Með bestu kveðju, Karl.
Comment — April 2, 2018 @ 12:12
admin
Sæll Karl. Þakka þér fyrir. Gaman að heyra. Við erum á facebook. Endilega farðu þangað, settu “like” á Grenndargralið og fáðu öll nýjustu tíðindin. Bestu kveðjur, Brynjar Karl.
Comment — April 3, 2018 @ 11:46
Sólveig Dagmar Þórisdóttir
Áhugasöm um hópinn ykkar Grenndargralið. Gott framlag. Er hægt að tengjast hópnum ykkar þó að þið séuð staðsett fyrir norðan. Aldrei að vita hvert það leiðir. Er með meistaranám í hagýtri menningarmiðlun og hef einstakan áhuga á hernámsárunum og menningu tímabilsins. Faðir minn vann á Keflavíkurvelli í 40 ár og hef ég sennilega fengið áhugan í gegnum hann. Já framlag mitt til menningar um söfnun hugrænna tengsla við herinn á Íslandi er til og birtist hérna: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20091118105003/http://www.menningarmidlun.hi.is/album/solveigdagmar2008/solveigdagmar2008/album/slides/IMG_7489.html
8630360
Comment — May 28, 2022 @ 12:32
admin
Sæl Sólveig. Takk fyrir skilaboðin. Alltaf gott að fá klapp á bakið. Það er sannarlega hægt að tengjast Grenndargralinu. Menning og hernám eru nokkur af mörgum lykilorðum í forðabúri Gralsins.Við sendum þér póst. Og afsakaðu hvað við bregðumst seint við. Þetta fór framhjá okkur.
Comment — August 12, 2022 @ 20:33