main image

Æskuslóðirnar mínar

Í næstu viku hefst nýr liður hér á heimasíðu Grenndargralsins undir heitinu Æskuslóðirnar mínar. Um er að ræða frásagnir Eyfirðinga og annarra sem hafa dvalist í Eyjafirði um styttri eða lengri tíma á uppvaxtarárunum. Grenndargralið hefur um nokkurt skeið óskað eftir frásögnum fólks sem á það sameiginlegt að luma á skemmtilegum minningarbrotum úr heimabyggð. Afraksturinn mun birtast að jafnaði hálfsmánaðarlega.

Fylgist með ólíku fólki segja frá skemmtilegum atburðum úr heimabyggð hér á www.grenndargral.is. Við hefjum leik þriðjudaginn 16. apríl.