main image

Gral vikunnar

 

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fær Anna María Guðlaugsdóttir á Ólafsfirði. Hún hefur  verið í forsvari fyrir því að heimamenn útbúi stórt og mikið listaverk í Hafnargarðinum á Ólafsfirði sem ætlunin er að afhjúpa á sjómannadaginn. Listaverkið heitir „sjávardýragarður – unnið með skapalónum af dýrum.“ Bréf frá Önnu Maríu er varðar listaverkið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar í vikunni. Á fundinum kom fram að bæði hafnarstjórn og markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefðu tekið málið fyrir og að hafnarstjórn hefði samþykkt styrk að upphæð 250.000 krónur til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Bæjarráð samþykkti á fundinum styrk að upphæð 310.000 krónur til viðbótar. Þar með fékkst trygging fyrir upphaflegri styrkupphæð sem Anna María og félagar sóttu um og var tekin fyrir á fundi bæjarráðs þann 30. janúar sl.  

Skemmtileg hugmynd sem virðist vera orðin að veruleika. Í það minnsta er búið að fá samþykki þeirra sem að málinu koma auk þess sem búið er að fjármagna verkefnið. Nú er bara að bíða eftir að sól hækki á lofti og draga svo fram penslana!

Gral vikunnar

 

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fá íbúar Hörgársveitar og aðrir sem mættu á samverukvöldstund á Möðruvöllum á föstudagskvöldið. Tilgangur samkomunnar var að sýna samstöðu vegna kalskemmda í vetur og heylítils sumars síðastliðið ár.  Á heimasíðu Hörgársveitar segir um dagskrá samkomunnar; Bjarni Guðleifsson reifaði fyrri kalár með gamansömum hætti, Doddi í Þríhyrningi rifjaði upp störf sín sem forðagæslumaður, sagði frá þeim aðferðum sem beitt var þegar tún kól fyrir hálfri öld og fór yfir sjúkrasögu nokkurra þeirra sem lágu með honum á deild í aðgerð sem hann fór í nýlega. Gestum þóttu sjúkrahússögurnar hin besta skemmtun, hversu alvarlegar sem þær nú annars kunna að vera. Sr. Sunna Dóra flutti hugvekju, Stefán í Fagraskógi fór með ljóð og Snorri Guðvarðarson klykkti út með því að fá alla til að syngja með sér jólalag við nýtt lag – og það um hásumar. Eftir dagskrána var kaffispjall í Leikhúsinu. Mæting var með ágætum og heppnaðist dagskráin afar vel.“

Þegar áföllin dynja yfir er fátt mikilvægara en vita af stuðningi samferðamanna. Við ráðum ekki við náttúruöflin en við getum alltaf sýnt samstöðu og stutt hvert annað. Það gerðu íbúar Hörgársveitar með því að koma saman yfir kaffisopa og fara yfir stöðu mála. Flott hjá þeim.

Gral vikunnar

 

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fá þeir Valdimar Gunnarsson og Þórir Haraldsson, kennarar við Menntaskólann á Akureyri. Föstudagurinn 24. maí sl. var síðasti kennsludagur þeirra félaga eftir að hafa kennt við skólann í 40 ár. Á heimasíðu skólans segir: „…Þórir hóf störf haustið 1973 og hefur kennt líffræði, erfðafræði og skyldar náttúrufræðigreinar ævinlega síðan. Valdimar hefur verið við skólann frá hausti 1974 en hafði áður kennt eitt ár. Hann hefur aðallega kennt íslensku en einnig sögu auk þess að taka að sér stjórunarstörf, umsjón öldungadeildar um skeið og hann gegndi stöðu skólameistara eitt ár…“

Valdimar og Þórir hafa mótað ófá ungmennin á liðnum áratugum og ljóst að skarð þeirra verður vandfyllt. Allt hefur sinn tíma og nú taka aðrir við keflinu við mótun ungdómsins. Tvímenningarnir munu þó án efa halda áfram að móta nærumhverfið á nýjum vígstöðvum.

Gral vikunnar

 

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fá Lilja Björk Jónsdóttir, Sunna Valsdóttir og aðrir „ólátabelgir“ sem standa að hátíðinni Ólæti sem haldin verður í fyrsta skipti á Ólafsfirði í sumar. Um er að ræða tónlistar- og menningarhátíð fyrir ungt fólk. Á fundi menningarnefndar Fjallabyggðar í vikunni  voru kynntar til sögunnar menningarhátíðir í sveitarfélaginu sumarið 2013. Bókað er í fundargerð að hátíðin fari að mestu fram í húsnæði gamla frystihússins og að nefndin fagni framtakinu. Á heimasíðu Fjallabyggðar segir: Ólæti byggist upp á fjölbreyttum tónlistaratriðum og mikilli afþreyingu. Hátíðin byrjar fimmtudaginn 4. júlí með upphitunarkvöldi og lýkur á sunnudeginum 7. júlí.“  Hátíðin er með sína eigin facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála.

Tónlistar- og menningarhátíðin Ólæti er gott dæmi um einstaklingsframtak þar sem sýnd er viðleitni til að gera gott menningarlíf í heimabyggð enn betra. Flott framtak ungra kvenna í Fjallabyggð sem sitja ekki með hendur í skauti þegar á reynir heldur láta verkin tala.

Gral vikunnar

 

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fær barnakór Lundarskóla ásamt kórstjóranum Margréti Árnadóttur. Kórinn hóf tveggja daga heimsókn sína til Grenivíkur á föstudaginn og var ýmislegt brallað. Barnakór Grenivíkur tók á móti krökkunum. Kórarnir tveir heimsóttu dvalarheimilið Grenilund þar sem krakkarnir borðuðu hádegismat með heimilismönnum og tóku fyrir þá lagið. Án efa hefur eldri borgurum á Grenivík þótt vænt um að fá hóp af syngjandi krökkum í heimsókn.

Flott hjá krökkunum í barnakór Lundarskóla að heimsækja nágrannabyggðarlag til að svala menningarþörfinni og gleðja eldri kynslóðina með söng. Heimsókn þeirra er kannski gott dæmi um möguleikana sem eru til staðar í heimabyggð í stað þess að sækja vatnið yfir lækinn.

Gral vikunnar

 

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fá þeir Baldvin B. Ringsted, Bragi Finnbogason, Stefán Bjarnhéðinsson og Ragnar B. Ingvarsson. Saman mynda þeir starfshóp sem hefur síðustu mánuði unnið að mótun nýrrar námsbrautar við Verkmenntaskólann á Akureyri þar sem boðið verður upp á nám í  bílamálun og bifreiðasmíði. Hingað til hafa þessar tvær greinar aðeins verið í boði sunnan heiða og því verið skortur á menntuðu starfsfólki í heimabyggð. Verkmenntaskólinn er í samstarfi við Silkeborg Teknisk Skole í Danmörku. Þangað munu nemendur fara á fjórðu og síðustu önn námsins þar sem þeir verða í verknámi við bestu mögulegu aðstæður. Menntamálaráðuneytið styrkir framtakið og reiknað er með að kennsla hefjist næsta haust.    

Á tímum mikils brottfalls nemenda úr framhaldsskólanámi eru nýjungar sem þessar kærkomnar. Verkgreinar hafa átt undir högg að sækja á kostnað bóknámsgreina en hin nýja námsbraut í VMA stuðlar vonandi að frekara jafnvægi milli greinanna. Flott framtak.

Gral vikunnar

   

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fá dönsku brjóstdroparnir frá Pharmarctica á Grenivík. Pharmarctica var stofnað árið 2002 en níu starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu. Það framleiðir m.a. lyf, krem, olíur og mixtúrur. Í slyddu, kulda, kvefi og flensu síðustu daga og vikna er gott að grípa til dönsku brjóstdropanna sem rífa vel í. Droparnir eru með lakkrísbragði en þeir eru án allra ilm, litar- og rotvarnarefna. Pharmarctica framleiðir einnig norska brjóstdropa. Eyfirðingar þurfa því ekki að kvarta í hósta- og slímtíð sem þeirri sem nú gengur yfir. Þeir geta sagt bakteríunum stríð á hendur með því að þamba danska og norska brjóstdropa og um leið styrkt iðnað í heimabyggð.

Gral vikunnar

 

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fá aðstandendur svokallaðs bændadags í Þelamerkurskóla í Hörgársveit. Á Bændadegi er hefðbundin kennsla felld niður meðan nemendur í 9. og 10. bekk vinna hin ýmsu sveitastörf á bæjum í sveitinni. Á heimasíðu skólans (http://www.thelamork.is/is/frettir/baendadagur) segir: „Í dag [18. apríl] hafa nemendur í 9. og 10. bekk verið í vinnu á hinum ýmsu bæjum í sveitarfélaginu og líkað vel. Þessi árlegi dagur er kallaður bændadagurinn og er liður í því að styrkja tengsl milli skólans og samfélagsins. Afar ánægjulegt er hve vel bændur taka á móti nemendum og  bjóða þá velkomna bæði inn á sinn vinnustað og heimili…“ Sniðug uppákoma hjá íbúum Hörgársveitar þar sem grunnskólanemendur fá tækifæri til að hvíla sig á hefðbundnu skólahaldi meðan þeir læra í skóla lífsins.          

     

Gral vikunnar

 

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fær Thelma Líf Gautadóttir. Thelma er 14 ára og býr á Akureyri. Ekki alls fyrir löngu hóf hún söfnun til styrktar krabbameinssjúkum börnum með því að safna áheitum. Í staðinn skyldi hún raka af sér hárið. Markmið Thelmu er að safna hálfri milljón króna. Í viðtali við Akureyri vikublað sagði hún hugmyndina hafa orðið til þegar hún ákvað að raka af sér hárið og séð að hún gæti látið eitthvað gott af sér leiða í leiðinni. Samkvæmt Facebook-síðu átaksins Hárið af fyrir krabbameinsveik börn höfðu safnast 135.000 krónur á föstudaginn. Frábært frumkvæði sem Thelma sýnir þarna og mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning:

1102-26-060598
kt. 230598-2909

Gral vikunnar

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fær Gallerý Sigga-búð á Dalvík. Gallerýið er rekið af hjónunum Siggu og Bjössa en þau hófu brennslu á nytjamunum úr gleri árið 2004. Reksturinn fer einnig fram undir nafninu Stjarnan-Glermunir en vinnuaðstaða þeirra er í kjallaranum heima. Þau hjónin búa m.a. til sandblásna glermuni fyrir hátíðleg tilefni svo sem brúðkaup, skírnir og fermingar. Gallerýið er opið þrjá daga í viku og alltaf er heitt á könnunni. Skemmtilegur heimilisiðnaður þarna á ferðinni og notaleg stemning sem mætir viðskiptavinum Gallerýsins. Víða í Eyjafirði má finna skapandi einstaklinga sem efla menningu heimabyggðar. Með framlagi sínu leggur Gallerý Sigga-búð á Dalvík sitt lóð á vogarskálarnar.