Grenndargralið kveður!

Grenndargralið hefur síðastliðna þrjá mánuði átt í viðræðum við skólayfirvöld í Chicago (The Chief Education Office) um samstarf í tengslum við nám og kennslu í sögu heimabyggðar. Menntayfirvöld í Bandaríkjunum hafa lengi leitað leiða við að glæða áhuga nemenda á sögu heimabyggðar sem fer þverrandi. Haustið 2012 komust nokkrir kennarar í Chicago á snoðir um Grenndargralið og hugmyndafræðina sem liggur þar að baki. Gengu þeir á fund fræðsluyfirvalda og kynntu þeim hugmyndina undir nafninu Hometown Scavenger Hunt. Fræðsluyfirvöldum í borginni leist vel á hugmyndina frá litla bænum á Íslandi og hefur Grenndargralið síðan verið í reglubundnum samskiptum við The Chief Education Office með samstarf í huga. Meðal annars kom hópur kennara og nemenda frá Chicago í heimsókn til Akureyrar ekki alls fyrir löngu til að kynna sér Grenndargralið nánar. Aldrei kom til þess að ræddar yrðu útfærslur samstarfsins því í kjölfar heimsóknarinnar gerðu skólayfirvöld í Chicago tilboð í nafnið, hugmyndafræðina og allt er snertir Grenndargralið. Tilboðið var of gott til að hafna því. Grenndargralið hefur þannig lokið göngu sinni um slóðir Eyjafjarðar.

Um leið og ég þakka öllum sem hafa hjálpað mér með Grenndargralið síðustu fimm ár óska ég nýjum rétthöfum alls hins besta. Ég veit að Grenndargralið er komið á góðan stað.

Brynjar Karl Óttarsson.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd