Gral vikunnar

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fá Hríseyingar. Hrísey er eins og smækkuð mynd af Íslandi. Eyjarskeggjar þurfa að treysta á eigin sköpunarmátt til að menningin í eyjunni blómstri. Einn af mörgum menningarviðburðum í Hríesy er svokallaður grautardagur. Grautardagur er með nokkurra vikna eða mánaða millibili en dagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn laugardag. Hríseyingar koma saman í Hlein, húsnæði aldraðra og gera sér glaðan dag. Þeir gæða sér á graut og slátri, skrafa og leysa heimsins vandamál. Skemmtilegt frumkvæði sem Hríseyingar sýna til að efla menningu heimabyggðar.

1 Athugasemd »

  1. Linda Björk

    Hrein snilld að koma svona atburðum í framkvæmd. Og hrósa þeim þá líka !
    Til hamingju !

    Comment — March 11, 2013 @ 08:29

Skrifa athugasemd