main image

Gral vikunnar

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fær Steven Coberly. Steven er raungreinakennari í Bandaríkjunum og óhætt að segja að hann sé í hópi svokallaðra Íslandsvina. Steven hefur sérstakt dálæti á Akureyri en hann hefur heimsótt bæinn reglulega frá árinu 2001, ýmist með skólahópa eða á eigin vegum. Steven hefur dvalið á Akureyri undanfarna daga ásamt 18 unglinum sem hann kennir í Latin School í Chicago. Í ferðum sínum með nemendum kynnir Steven sögu og menningu Akureyrar og nágrannabyggðarlaga á þann hátt að erfitt væri fyrir heimamann að skáka honum. Slíkur er áhuginn og ástríðan. Meðal þess sem krakkarnir upplifðu í síðustu fyrir hans tilstuðlan var ferð í jólahúsið í Eyjafjarðarsveit, útreiðartúr með Pólarhestum og ekta íslenskt matarboð í heimahúsi. Erfitt er að finna einstakling sem kynnir sögu og menningu Eyjafjarðar jafn mikið og Steven Coberly hvort sem það er á ferðum hans hér með nemendum eða í góðra vina hópi heima í Chicago.