main image

Breytingar á fyrirkomulagi Leitarinnar haustið 2013!

Leitin að Grenndargralinu verður með breyttu sniði í haust. Samfara breyttum áherslum og þróun á Grenndargralinu hefur sú ákvörðun verið tekin að bjóða upp á Leitina sem valgrein á unglingastigi í grunnskólum á Akureyri. Ætlunin er að gefa þessu nýja fyrirkomulagi, sem þó reglulega hefur skotið upp kollinum, tækifæri og sjá hvernig til tekst. Með hinu nýja fyrirkomulagi fá þátttakendur vinnuframlag sitt metið rétt eins og tíðkast með aðrar námsgreinar í stundatöflu.

Nánar verður sagt frá breyttu fyrirkomulagi Leitarinnar þegar nær dregur hausti.