Fyrir 100 árum síðan!
Í Norðra birtist grein þann 1. mars árið 1913 undir heitinu Steinsteypubyggingar. Í greininni er sagt frá Magnúsi Sigurðssyni bónda og kaupmanni á Grund í Eyjafjarðarsveit og ákvörðun hans um að byggja hús úr steinsteypu. Meðal annars er sagt frá stóru steinsteyptu fjósi og steinsteypuhlöðu fyrir um 100 hross sem Magnús reisti á jörðinni. Magnús var framsýnn maður og að mörgu leyti á undan sinni samtíð. Fleiri áttu eftir að feta í fótspor Magnúsar með því að reisa sér hús úr steypu.
Já, svona var lífið í heimabyggð fyrir 100 árum síðan!
„…og þessar byggingaframkvæmdir Magnúsar verða eflaust til að vekja menn og hvetja til þess að fara smátt og smátt að byggja bæði íbúðarhús, geymsluhús og peningshús úr steinsteypu. Þó mun enn eigi tími til að yfirgefa torfbyggingar með öllu og tel eg skaða að jafnhliða og hinar nýju byggingaraðferðir eru að ryðja sér til rúms er ekkert er gert til að endurbæta torfveggjagerð, því það er ætlun mín að þeir geti víða komið að góðu gagni t. d. sem skjólveggir utan við þunna steinsteypuveggi, veggir við geymsluhús o. s. frv.“
Norðri 8. árg. 1913, 6. tölublað (01.03.1913), blaðsíða 21
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd