Gral vikunnar

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu, hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral nýafstaðinnar viku fá nemendur í Naustaskóla og starfskonur í Giljaskóla. Lið Naustaskóla sigraði í First Lego – tækni- og hönnunarkeppni grunnskólabarna. Liðið, sem kallar sig Molten, hefur þannig áunnið sér rétt til þátttöku í Evrópumóti First Lego Leaque sem fer fram í Þýskalandi í vor. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim. Starfskonur í Giljaskóla lögðu á sig á bóndadaginn að gleðja karlana sem starfa við skólann. Auk hákarls og annarra veitinga í tilefni dagsins var körlunum skemmt með söng og fögrum orðum. Skemmtileg uppákoma í Giljaskóla.

1 Athugasemd »

  1. Anna María Sigurðardóttir

    Já sæll! Við erum líka voða ánægð með Legó sigurvegarana frá Naustaskóla.
    Takk fyrir!

    Comment — January 27, 2013 @ 19:06

Skrifa athugasemd