main image

Fyrir 100 árum síðan!

Menn björguðu sér hér áður fyrr. Ef aðstæður til skautaiðkunar voru ekki góðar hópaðist fólk bara innandyra og renndi sér á gólfinu eða fékk sér snúning á skrautskóm frá Guðlögi. Jafnvel þó nóg sé af svellbunkum til að renna sér á þessa dagana (og meira en góðu hófi gegnir kynnu einhverjir að segja) mættu Akureyringar og nærsveitamenn kannski gera meira af því að koma saman um hábjartan dag til að dansa á skrautskóm. Textabrotið að neðan birtist á prenti 14. janúar 1913.

Já, svona var lífið í heimabyggð fyrir 100 árum síðan!

„Skautafélag er til á Akureyri eins og í öðrum norðlægum borgum. Það hefur verið mjög óheppið með glæra ísa í vetur og til þess að stirna ekki um of fór það á dögunum að reyna hálkuna á salgólfinu hjá Vigfúsi hotelvert og reyndist hún allvel og varð glaðvær dansleikur úr öllu saman og þar reyndir skrautskórnir frá Guðlögi o. fl. Það er líka eitthvað notalegra að glansa í blúslampasölum bæjarins en flækjast á skautum í misjöfnu veðri og svo hefir Guðlögur líka betra upp úr því, en skautafélag má það eins heita fyrir það.”

 Norðri 8. árgangur 1913, 1. tölublað (14.01.1913), blaðsíða 2