Fyrir 100 árum síðan!
Í greininni sem birtist 15. janúar árið 1913 fer höfundur yfir fiskveiðar Íslendinga á árinu 1912 eftir landshlutum. Greinin er á forsíðu en auk síldveiða fjallar höfundur um strandveiðar, þilskipaveiði og botnvörpunga. Heitasta slúðrið á kaffistofum landsmanna fyrir 100 árum síðan!
„29 skip lögðu afla sinn á land á Eyjafirði og veiddu af saltaðri síld til útsendingar rúm 71 þúsund tunnur. Auk þess hafa þessi sömu skip selt til áburðarverksmiðjanna um 80 þúsund tunnur. Á Siglufirði mun tala skipa hafa verið lítið eitt meiri…“
Ísafold 1913, 4. tölublað (15.01.1913), blaðsíða 13