Var þetta einn og sami herjeppinn?

Hún ólst upp í Eyjafjarðarsveit á hernámsárunum. Hún og vinir hennar urðu vitni að því þegar opinn herjeppi valt við bæinn með alvarlegum afleiðingum. Sagan hennar hljómar nú í fyrsta skipti í 80 ár á opinberum vettvangi.

Þeir lentu á Melgerðismelum í maí 1940. Þeir slösuðust þegar opinn herjeppi þeirra valt á leiðinni til Akureyrar og þurftu á aðhlynningu að halda um borð í spítalaskipi sem lá við Akureyrarhöfn. Tæpum tveimur vikum síðar sigldi skipið frá Akureyri út á opið hafið þar sem því var ætlað að sinna björgunarstörfum eftir að Þjóðverjar höfðu sökkt breska herskipinu Hood. Á sama tíma hóf flugvél sig til lofts frá Melgerðismelum. Hún stefndi á Kaldaðarnes við Selfoss. Þeir voru um borð ásamt flugmanni og aðstoðarmanni hans. Vélin komst aldrei á leiðarenda.

Er um sama herjeppa að ræða?

Nýir þættir af Leyndardómum Hlíðarfjalls fara í loftið föstudaginn 3. desember.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd