Stuttir og langir dagar ungs setuliðsmanns

Hann var breskur setuliðsmaður á Akureyri á stríðsárunum. Hann tók þátt í D-degi í Frakklandi árið 1944 og lék síðar í Hinum lengsta degi (The Longest Day), sígildri bíómynd um innrásina. Innan við áratug eftir dvölina á Akureyri var hann tilnefndur til óskarsverðlauna. Hann hafnaði tilboði Ian Fleming um að leika njósnara hennar hátignar í fyrstu James Bond-myndinni Dr. No. Hann talaði vel um Íslendinga og þótti mikið til þeirra koma en átti erfitt með að venjast stuttum dögunum á hinni norðlægu eyju.

Áhugaverð saga ungs setuliðsmanns sem lagði heiminn að fótum sér eftir að hafa farið frá Akureyri til Normandí og þaðan til Hollywood. Leyndardómar Hlíðarfjalls fara í loftið föstudaginn 3. desember.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd