Gral vikunnar
Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu, hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.
Gral vikunnar fá gangnamenn og konur í Svarfaðardal. Sjónvarpsmaður frá Kóreu heimsótti Svarfaðardal til að kynna sér göngur og réttir að íslenskum sið. Greinilegt er að honum leiðist ekki að fylgja hinum lífsglöðu Svarfdælingum eftir í íslenskri náttúru og enda svo daginn á dansleik undir beru lofti.
Glaðir Svarfdælingar og falleg náttúran í dalnum sameinast hér í skemmtilegri kynningu á heimabyggðinni okkar og það í sjónavarpi í Asíu. Ekki skemmir fyrir að þáttastjórnandinn er hress og jákvæður gagnvart íslenskri sveitamenningu. Þá skemmir vönduð myndatakan ekki fyrir.
Hér má horfa á umfjöllun kóreskra sjónvarpsmanna um Ísland. Umfjöllunin um göngur og réttir í Svarfaðardal hefst þegar rúmar 26 mínútur eru liðnar af þættinum.
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd