Fyrir 100 árum síðan
Akureyringar og nærsveitamenn kunnu svo sannarlega að gera sér glaðan dag fyrir 100 árum síðan ekki síður en nú tíðkast. Í Norðurlandi birtist eftirfarandi texti þann 21. febrúar árið 1914:
„Grímu dansleik hélt Verslunarmannafélag Akureyrar á laugardagskvöldið var á Hótel Akureyri. Búningarnir voru margir mjög góðir, sérstaklega kvenfólksins eins og vant er að vera. Þátt-takendur voru um 90 og hornaflokkurinn sló „Rammalag“ og „Faldafeyki“ svo skemmtun var góð og dansinn fjörugur. Um miðnætti settist fólk að matborði og hafði þá tekið niður grímurnar. Var þar mælt fyrir ýmsum minnum en síðan var farið að dansa aftur og stóð skemmtunin fram á sunnudagsmorgun.“
Norðurland 14. árg. 1914, 8. tölublað (21.02.1914), blaðsíða 23.