Gral vikunnar

 

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fá Lilja Björk Jónsdóttir, Sunna Valsdóttir og aðrir „ólátabelgir“ sem standa að hátíðinni Ólæti sem haldin verður í fyrsta skipti á Ólafsfirði í sumar. Um er að ræða tónlistar- og menningarhátíð fyrir ungt fólk. Á fundi menningarnefndar Fjallabyggðar í vikunni  voru kynntar til sögunnar menningarhátíðir í sveitarfélaginu sumarið 2013. Bókað er í fundargerð að hátíðin fari að mestu fram í húsnæði gamla frystihússins og að nefndin fagni framtakinu. Á heimasíðu Fjallabyggðar segir: Ólæti byggist upp á fjölbreyttum tónlistaratriðum og mikilli afþreyingu. Hátíðin byrjar fimmtudaginn 4. júlí með upphitunarkvöldi og lýkur á sunnudeginum 7. júlí.“  Hátíðin er með sína eigin facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála.

Tónlistar- og menningarhátíðin Ólæti er gott dæmi um einstaklingsframtak þar sem sýnd er viðleitni til að gera gott menningarlíf í heimabyggð enn betra. Flott framtak ungra kvenna í Fjallabyggð sem sitja ekki með hendur í skauti þegar á reynir heldur láta verkin tala.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd