Er Kristneshæli vettvangur glæpsins?

 

Í október kemur út ný bók eftir rithöfundinn Ragnar Jónasson. Bókin ber nafnið Hvítidauði og fjallar hún um morð á tveimur starfsmönnum á berklahæli rétt innan við Akureyri árið 1983. Þremur áratugum síðar rannsakar ungur afbrotafræðingur málið og kemur þá ýmislegt óvænt í ljós.

Enn sem komið er fást litlar fréttir af bókinni. Gaman verður að fylgjast með framvindunni og heyra frá höfundi hver sé kveikjan að söguþræði og sögusviði bókarinnar.

Morð á Kristneshæli hljómar spennandi lesning yfir heitum kakóbolla á aðventunni.

 

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd