main image

Býr Hlíðarfjall yfir ævafornu leyndarmáli?

Grenndargralið hefur í sumar greint frá fundi stríðsminja við rætur Hlíðarfjalls og varðveislu þeirra. Óhætt er að segja að sagan af stríðsminjunum í Hlíðarfjalli haldi áfram að vinda upp á sig.

Við nánari athugun í fjallinu hafa komið fram vísbendingar um athafnir manna á svæðinu sem um ræðir, mun fyrr en á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Er nú til athugunar hvort jafnvel megi rekja aðstæður á vettvangi til járnvinnslu fyrri alda.

Enn sem komið er verða allar slíkar hugmyndir að teljast vangaveltur einar. Ljóst er þó að rannsókna á svæðinu er þörf. Ekki eru öll kurl komin til grafar. Grenndargralið mun fylgja málinu allt til enda.