Fleiri munir frá setuliðinu finnast í Hlíðarfjalli
Fyrir ekki svo löngu birti Grenndargralið fréttir af fundi stríðsminja við rætur Hlíðarfjalls ofan Akureyrar. Grenndargralið hefur farið ófáar ferðir síðan þá og hafa nýjar minjar litið dagsins ljós. Ólíkt fyrra skiptinu þar sem æfingasvæði setuliðsins fannst virðist sem bækistöðvarnar sjálfar séu nú komnar fram þar sem tjöld hafa risið og eldstæði verið útbúin. Ýmis tæki og tól í tengslum við eldamennsku liggja á víð og dreif á svæðinu auk persónulegri muna svo sem rakakremstúbu, tölu úr flík og síðast en ekki síst gömul íslensk mynt. Hér getur að líta nokkrar myndir af nokkrum munanna auk skýringarmynda.
Arthur
Er þetta C-Rations dós sem þið funduð?
Comment — March 8, 2023 @ 21:13
admin
Góðan daginn. Já, við teljum svo vera.
Comment — March 21, 2023 @ 08:55