main image

Sagnalist leitar að sjálfboðaliðum í viðtöl

Hefur þú áhuga á að skrásetja ævisögu þína eða vel valda æviþætti? Býr kannski ættingi þinn eða vinur yfir sögu sem er þess virði að skrá  og varðveita fyrir komandi kynslóðir? Sagnalist leitar að sjálfboðaliðum til að prufukeyra svokallaða grunn– og vinnslupakka.

Að lokinni úrvinnslu viðtals fá viðmælendur viðtalið til eignar án endurgjalds í formi hljóðskrár á USB-lykli auk innsláttar og þriggja útprentaðra eintaka af viðtalinu í sérmerktum möppum.

Allar nánari upplýsingar um framkvæmd viðtala Sagnalistar má finna á heimasíðunni www.sagnalist.is undir liðnum Sagan þín.

 

Vinsamlegast sendu tölvupóst á sagnalist@sagnalist.is ef þú hefur áhuga á að taka þátt.

 

Starfsfólk Sagnalistar.

Hjálparhellur fögnuðu opnun seturs um sögu berklanna

Sýningin Hælið setur um sögu berklanna opnar sunnudaginn 30. júní kl. 11:00. Sýningin verður opin daglega frá kl. 11-18 samhliða kaffihúsinu. Mikil vinna liggur að baki því að setja upp setrið sem og kaffihús að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit og hafa ófáir sjálfboðaliðar lagt hönd á plóg.

María Pálsdóttir hefur veg og vanda af uppbyggingunni í gömlu starfsmannahúsnæði sem áður tilheyrði Kristneshæli. Í tilefni af opnuninni bauð María til opnunateitis þar sem helstu hjálparhellur komu saman, nutu veitinga og skoðuðu sig um á sýningunni.