Flutti Haraldur frá Espihóli Englandsdrottningu yfir Atlantshafið?
Maður er nefndur Haraldur Sigurðsson. Hann fæddist á Espihóli í Eyjafjarðarsveit þann 8. nóvember árið 1843. Faðir hans var Sigurður Sigurðsson timbursmiður, móðir hans hét
Sigríður Hallgrímsdóttir. Um miðja öldina fluttu hjónin til Akureyrar þar sem þau bjuggu í allmörg ár ásamt þremur sonum og þremur dætrum.
Haraldur var mikill ævintýramaður. Hann sigldi utan um tvítugt og var meira og minna á hafi úti næstu 28 árin. Árið 1886 dvaldist hann í Mexíkó þar sem hann tók þátt í að reka gripahjörð alla leið norður til Manitoba-fylkis. Svo skemmtilega vildi til að þegar ferðalaginu lauk í Kanada hitti hann bróður sinn Sigurð sem hann hafði ekki séð frá því hann sigldi frá Akureyri. Haraldur settist að í smábænum Kenora ásamt eiginkonu sinni og syni. Næstu áratugina smíðaði Haraldur 30 stór skip auk fjölda smærri báta. Hann tók þátt í kappsiglingum og var sigursæll á því sviði.
Árið 1864 var Haraldur háseti á dönsku freygátunni Jylland sem smíðuð hafði verið fjórum árum áður. Hann tók þátt í frægri sjóorustu hennar við eyna Helgoland í Norðursjó í stríði Dana við Prússland og Austurríki þar sem Danir sigruðu á eftirminnilegan hátt.
Í tilefni af 90 ára afmæli sínu árið 1933 fór Haraldur yfir farinn veg og rifjaði upp eftirminnileg augnablik frá langri ævi. Auk orustunnar við Helgoland minntist hann siglingar sem hann fór með Jylland þann 7. mars árið 1863, fyrir nákvæmlega 155 árum. Siglt var frá Danmörku til Englands. Um borð, ásamt Haraldi háseta frá Espihóli, var ung dönsk prinsessa, Alexandra að nafni. Hún var á leið til London að hitta tilvonandi eiginmann sinn, Edward VII prins af Wales. Þau giftust þremur dögum síðar og að nokkrum árum liðnum var Alexandra orðin Englandsdrottning.
Heimildum ber ekki saman með hvaða skipi Alexandra fór frá Danmörku þennan örlagaríka dag fyrir 155 árum. Ólíkt frásögn Haraldar virðist sem mörgum heimildum á veraldarvefnum beri saman um að fleyið sem flutti tilvonandi drottningu hafi ekki verið danska freygátan Jylland heldur enska konungssnekkjan Victoria and Albert II. Enginn vafi leikur þó á því að Jylland flutti konungsborna manneskju frá Danmörku árið 1874 og það til Íslands þegar Kristján 9. Danakonungur kom í heimsókn í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Hann hafði skjal meðferðis.
Ef þú getur stutt frásögn Haraldar um siglingu með dönsku prinsessunni Alexöndru um borð í Jylland árið 1863 máttu gjarnan hafa samband við Grenndargralið. Skrifa má athugasemd hérna við greinina, senda línu á facebook-síðu Grenndargralsins eða póst á póstfangið brynjar@akmennt.is.
Eftirfarandi facebook-færsla frá Nelson Gerrard birtist í kjölfar greinarinnar að ofan.
Haraldur became a ship Wright in Keewatin, Ontario, and built many large boats that plied the waters of the Lake of the Woods. He married late in life and had one adopted son, Edward Sigurdson, whose widow, Elizabeth, I visited in the 1970’s. They had an adopted daughter, who I believe is still living in Winnipeg. Haraldur had two brothers in North America, Sigtryggur, who was also a sailor for many years and settled in Dakota, and Sigurdur, last of Blaine, Washington. These brothers had two sisters who went to Denmark. One later moved to Norway, where she married and had family. The father of these siblings was Sigurdur Sigurdsson ‘timburmadur’ of Akureyri, whose brother Jónas was the father of Sigtryggur Jonasson and those siblings, most of whom settled in Canada. Another brother was Sigtryggur ‘Sterki’ of Husavik. They were the children of Sigurdur Jonsson, a farmer and gifted poet at Nedstaland in Oxnadalur, and his wife, Ingibjorg Benediktsdottir, whose mother was Gudrun Jonasdottir from Hvassafell, aunt and foster mother to the poet Jonas Hallgrimsson.
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd