Breyting á þraut nr. 3

Þraut nr. 3 hefur tekið örlitlum breytingum frá því að hún fór fyrst í loftið föstudaginn 27. september. Í ljós kom að áritaðan sköld vantaði á listaverkið Óðinshrafninn sem stendur á skólalóð MA (sjá mynd). Annað listaverk hefur nú leyst Óðinshrafninn af hólmi í þrautinni og ekkert því til fyrirstöðu að leysa hana án vandkvæða. Þá sem fóru sneypuför biðjum við afsökunar og vonum að sú för hafi ekki haft teljandi áhrif á gang mála.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd