Karamellukrukkan fór í Naustaskóla

Langri og strangri leit að karamellukrukkunni er lokið. Það voru þær Erna Kristín Birkisdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr Naustaskóla sem fundu krukkuna.
Hópur duglegra krakka fékk afhenda vísbendingu klukkan 14:40 föstudaginn 12. október. Vísbendingin leiddi þátttakendur og aðstoðarmenn þeirra að Krossanesborgum. Þær stöllur Erna og Stefanía fundu krukkuna ofan í gömlu skotbyrgi frá seinni heimsstyrjöldinni. Þegar þarna var komið sögu var klukkan orðin 18:00 og farið að rökkva. Allt fór þetta þó vel að lokum. Erna og Stefanía sáu til þess að ekki þurfti að mæta daginn eftir til að halda leit áfram þó vissulega hafi það staðið tæpt.
Stúlkurnar fá fulla krukku af karamellum að launum auk þess sem Sambíóin Akureyri bjóða þeim í bíó. Aðstandendur Leitarinnar kunna Sambíóunum bestu þakkir fyrir um leið og þeir óska sigruvegurunum til hamingju.

Nú tekur alvaran við því innan fárra vikna hefst kapphlaupið um Grenndargralið!


 

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd