Fyrsta vika að baki

Önnur vika í Grenndargrali fjölskyldunnar er hafin og lausnir eru byrjaðar að berast inn til umsjónarmanna. Í fyrstu þraut hafa þátttakendur m.a. farið á slóðir drauga og morðingja. Í annarri þraut kveður við annan tón. Þar segir frá tveimur drengjum sem bjuggu á Akureyri á 19. öld. Þeir þekktust á uppvaxtarárunum á Akureyri en leiðir skildu þegar þeir fluttu erlendis. Annar varð þekktur rithöfundur víða um heim. Hinn var ekki síður hæfileikaríkur á sínu sviði. Hver var hann og í hverju fólust hæfileikar hans? Nálgast má þrautirnar tvær með því að smella á logo Grenndargrals fjölskyldunnar  hér til vinstri.

Ekki er of seint að taka þátt. Fyrsta þraut mun verða aðgengileg þar til yfir lýkur og sama má segja um þrautirnar sem fylgja í kjölfarið. Hægt er að hefja leik hvenær sem er á tímabilinu 1. – 24. ágúst.

 

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd