Leitin að karamellukrukkunni
Fimmta vika í Leitinni að grenndargralinu stendur nú yfir. Þar með eru þátttakendur um það bil hálfnaðir í átt að lokamarkmiðinu. Skapast hefur sú hefð að leita að karamellukrukkunni um miðbik Leitarinnar. Ekki verður breytt út af vananum þetta árið.
Karamellukrukkan inniheldur glaðning. Þeir sem finna krukkuna eignast innihald hennar. Krukkan er falin á Akureyri eða í nánasta umhverfi.
Þátttakendur sem hafa skilað inn réttum lausnum við fimm fyrstu þrautunum áður en 6. vika hefst öðlast rétt til að leita að krukkunni.
Þátttakendur fá vísbendingu sem vísar á karamellukrukkuna. Hana verður hægt að nálgast í þátttökuskólunum mánudaginn 10. október kl. 15:15. Nánari upplýsingar gefa umsjónarmenn Leitarinnar.
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd