Varðveislumenn bjarga stríðsminjum á Lónsbakka

Þéttbýliskjarninn við Lónsbakka í Hörgársveit, norðan Akureyrar, stækkar ört þessa dagana. Nýjar íbúðir rísa þar sem áður stóðu braggar breskra setuliðsmanna á hernámsárunum. Yfirmaður framkvæmda á svæðinu gaf Varðveislumönnum minjanna leyfi til þess að gera könnun á litlum hluta byggingarsvæðisins eftir að hlutir komu upp úr jörðinni – hlutir sem grunur lék á að væru frá stríðsárunum. Varðveislumenn höfðu hraðar hendur því stuttu síðar var bletturinn sem kannaður var kominn undir steypu.

Eitt og annað áhugavert kom í ljós við rannsóknir Varðveislumanna á umræddum bletti t.d. blekbyttan á myndinni hér að ofan. Enginn vafi leikur á því að þarna er um gripi að ræða frá breskum hermönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Hér að neðan má sjá myndir af hluta þeirra gripa sem Varðveislumenn minjanna fundu á Lónsbakka. Sjón er sögu ríkari.

Tvær heilar 45 calibera byssukúlur fyrir skammbyssur.

 

Krukka fyrir brilljantín.

 

Greiður og hárkambar.

 

Lyklakippa (key tag).

 

Fingurbjörg.

 

Umbúðir af Capstan sígarettum.

 

Kjötkraftur.

 

Lyfjaflaska.

 

Tala.

 

Rakbursti.

 

Spilapeningur.

 

Hermannastígvél.

 

Tannbursti.

 

Samskeyti af beisli fyrir Bren-vélbyssu eða Lee Enfield riffil.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd