Prófessor við HÍ segir klumpana í Hlíðarfjalli líkjast bræðslugjalli
Við söfnun stríðsminja í Hlíðarfjalli í sumar fundu varðveislumenn minjanna ummerki um mögulegar mannvistarleyfar í hlíðum fjallsins sem rekja má svo langt aftur sem til miðalda. Fjöldi grunsamlegra gjallklumpa vakti athygli leiðangursmanna og vöknuðu strax upp spurningar um hugsanlega járnvinnslu á svæðinu.
Prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands hefur verið í sambandi við varðveislumenn minjanna og skoðað myndir af vettvangi. Hann álítur myndirnar benda til þess að þarna hafi járnvinnsla farið fram fyrr á öldum og hefur óskað eftir að fá að skoða aðstæður í fylgd leiðangursmanna næsta sumar.
„Það er laukrétt að þetta lítur út eins og bræðslugjall og væri áhugavert að skoða staðinn sem er ekki síst áhugaverður út af því hvað þetta virðist vera hátt uppi. Ég myndi nú ramba á staðinn eftir loftmyndinni en ef þú hefur tök á að sýna mér ummerkin næsta sumar þá væri það gaman“
Sjá einnig Býr Hlíðarfjall yfir ævafornu leyndarmáli?
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd