Elmar Dagur fann Karamellukrukkuna

Leitinni að Karamellukrukkunni er lokið. Það var Elmar Dagur Stefánsson úr Síðuskóla sem fann Krukkuna. Hópur krakka, sem hafði uppfyllt skilyrði til að taka þátt í leitinni, fékk afhenda vísbendingu klukkan 16:00 föstudaginn 13. október. 

Alls 15 krakkar og aðstoðarmenn þeirra lögðu af stað í leiðangurinn í fallegu haustveðri. Vísbendingin, sem var einskonar kort af Akureyri með myndagátum, leiddi þátttakendur og aðstoðarmenn þeirra að Lögmannshlíðarkirkju. Það tók Elmar og aðstoðarfólk hans ekki langan tíma að átta sig á kortinu og myndagátunum. Elmar var kominn með Krukkuna í hendur u.þ.b. 45 mínútum eftir að hópurinn lagði af stað frá Giljaskóla.  Glæsilegur árangur hjá Elmari Degi og aðstoðarfólki hans.

Að launum fyrir sigurinn fær Elmar hamborgaramáltíð og drykki fyrir tvo á Hamborgarafabrikkunni. Aðstandendur Leitarinnar kunna Fabrikkunni bestu þakkir fyrir um leið og þeir óska sigurvegaranum til hamingju. Nú tekur alvaran við því innan fárra vikna hefst kapphlaupið um Grenndargralið!

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd