Sigurvegari í Leitinni að Grenndargralinu 2015
Leitinni að Grenndargralinu lauk föstudagskvöldið 13. nóvember. Það var Kristján Rúnar Kristjánsson úr 10. bekk í Síðuskóla sem fann Gralið þetta árið. Hann er því sigurvegari í Leitinni að Grenndargralinu árið 2015. Þetta er annað árið sem Síðuskóli hampar Gralinu. Guðrún og Lovísa sigruðu fyrir hönd skólans árið 2009.
Glæsilegur árangur hjá Kristjáni sem og öllum hinum duglegu krökkunum sem fóru alla leið í þessari löngu og ströngu leit. Þeir eru allir sigurvegarar og eiga heiður skilinn fyrir frábæra frammistöðu. Með dugnaði sínum og áhuga eru þeir öðrum mikil fyrirmynd. Formleg afhending Gralsins fór fram á fullveldisdaginn 1. desember. Við óskum Kristjáni, sem og Síðuskóla, til hamingju með sigurinn.
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd