Vísukorn lífskúnstnersins Elmars Sindra
Samkvæmt nútímamálsorðabók Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er lífskúnstner „einstaklingur, t.d. listamaður eða menntamaður, sem lifir frjálsu lífi óbundinn af reglufestu vinnandi manna“. Lýsingin á ágætlega við grunnskólakennarann og tónlistarmanninn Elmar Sindra Eiríksson.
Elmar Sindri tilkynnti á facebook þann 2. nóvember sl. að hann ætlaði sér að birta frumsamin vísukorn daglega út árið, þrátt fyrir enga eftirspurn. „60 dagar eftir af þér einstaka og eftirminnilega 2020. Vegna engrar áskorunar ætla ég að telja niður til áramóta og setja inn vísnasnöpp eða vísnamyndir sem ég hef hnoðað saman undanfarin ár. “
Tveir þriðjungar daganna 60 eru nú liðnir og Elmar hefur staðið skil á 40 skömmtum í bundnu máli á fésbókinni sinni. Kennir ýmissa grasa í ljóðum Elmars og óhætt er að segja að þau fylli allan tilfinningaskalann, allt frá sorginni yfir dauða Diego Maradona til gleðinnar sem fylgir því að gæða sér á góðum sviðakjamma. Ljóðin eru myndskreytt.
Hér getur að líta nokkur vel valin sýnishorn af ljóðum Elmars Sindra.
Myndir:
Atli Rúnar Halldórsson. (2016). Elmar Sindri spilar á gítar fyrir Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid á göngu þeirra um Dalvík á Fiskidaginn mikla 6. ágúst 2016. Myndin birtist í Morgunblaðinu. Svarfdælasýsl – um Svarfdælinga í blíðu og stríðu. https://svarfdaelasysl.com/2016/08/11/herra-rokk-forsetahjon-og-senuthjofur-a-asvegi/
Aðrar myndir eru í eigu Elmars Sindra Eiríkssonar.