main image

Viðburðaríkt sumar hjá Varðveislumönnum minjanna

Varðveislumenn minjanna hafa lokið störfum í Hlíðarfjalli þetta árið. Óhætt er að segja að sumarið 2020 hafi verið viðburðaríkt. Skemmtilegar gönguferðir á slóðir setuliðsmanna í og við Hlíðarfjall ofan Akureyrar og í Hörgárdal. Óvæntar uppgötvanir í fjallinu og fundur merkilegra stríðsminja. Hlaðvarpsþættir um vetrarhernað breskra, bandarískra og norskra hermanna í fjallinu á stríðsárunum. Spennandi sprengjuleiðangrar með Landhelgisgæslunni. En þó umfram allt skemmtilegt samfélag grúskara sem deilir áhuga á sögu, útiveru og varðveislu sögulegra minja. Enn er mörgum spurningum ósvarað. Varðveislumenn minjanna halda áfram að svipta hulunni af leyndardómum Hlíðarfjalls.

Nú í lok vertíðarinnar er við hæfi að setja saman nokkrar myndir úr ferðunum í fjallið. Tónlistina semur Akureyringurinn 603 Beats. Þannig hljómar Outside undir sem er einmitt aðalstef hlaðvarpsþáttanna Leyndardómar Hlíðarfjalls.