Kristnesbækur á tilboðsverði í júní!
Um þessar mundir eru 100 ár liðin frá því að tekin var ákvörðun um að hefja söfnun til byggingar heilsuhælis á Norðurlandi. Þann 10. júní árið 1918 tóku kvenfélagskonur í Eyjafirði formlega ákvörðun um að fara af stað með söfnunina. Þar með hefst stórmerkileg saga Kristneshælis. Seinna á árinu voru sendir út söfnunarlistar um allt land og ávörp birt í blöðum til almennings. Allt gerðist þetta á fullveldisárinu með upphaf sitt í ákvörðun kvenna í hjúkrunarfélaginu Hjálpinni í Saurbæjarhreppi. Ákvörðun skilaði sér með vígslu Kristneshælis í Eyjafirði 11 árum síðar, þann 1. nóvember 1927.
Árin 2016 og 2017 gaf Grenndargralið út bækurnar Í fjarlægð og Lífið í Kristnesþorpi. Bækurnar gefa góða mynd af daglegu lífi fólks í eina öld á Kristneshæli og í Kristnesþorpi. Stór og mikil saga sem nær áratugi aftur í tímann gengur þannig í endurnýjun lífdaga í tveimur nýútgefnum bókum frá Grenndargralinu um Kristnes.
Í tilefni af aldargamalli ákvörðun eyfirskra kvenna um að hefja söfnun fyrir heilsuhæli á Norðurlandi býður Grenndargralið upp á sérstakt tilboðsverð á bókunum tveimur saman út júnímánuð, aðeins 5.990 krónur. Hægt er að panta bækur í síma 821 5948 og á facebook-síðu Grenndargralsins.