main image

Gleðilegt sumar

 

Höfundur ljóðs er Halldór Friðriksson. Halldór var fæddur 23. maí 1902 í Nesi, Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Hann var bóndi í Leyningi og Nesi 1929-1933, í Hleiðargarði 1933-1966 og verkamaður á Akureyri frá árinu 1966. Halldór lést árið 1973.

Halldór var hagmæltur og samdi ófá ljóðin. Ljóðið Vorvísur fannst fyrir tilviljun á Héraðsskjalasafninu á Akureyri árið 2011.