main image

Filippus prins í Lystigarðinum á Akureyri

Í júlíbyrjun 1964 kom Filippus prins til Akureyrar. Hann kom fljúgandi frá Reykjavík með Gullfaxa, Dakotaflugvél Flugfélags Íslands, í hellirigningu ,,einhverja þá mestu sem gert hefur á Akureyri í sumar” eins og segir í Morgunblaðinu. Frá flugvellinum lá leiðin í Lystigarðinn þar sem mikill mannfjöldi beið þess að bera Filippus augum. Vel lá á prinsinum. Hann flutti stutta ræðu og skoðaði sig um í garðinum, lengur en gert hafði verið ráð fyrir. Hann blandaði geði við bæjarbúa og spjallaði við mann og annan.

Myndin birtist í Morgunblaðinu. Þekkir þú fólkið sem spjallar við hertogann af Edinborg?