Ein vika eftir af Leitinni 2016
Skemmtiferðaskipið Victoria Luise var smíðað í Þýskalandi árið 1900 og tók rúmlega 2000 farþega. Upphaflega hét skipið Deutschland en nafninu var breytt í Victoria Luise árið 1910. Skipið var með stærri skipum sem smíðuð höfðu verið á þessum tíma og jafnframt það hraðskreiðasta í heimi frá 1900-1906. Við smíði skipsins var mikið lagt upp úr krafti og hraða á kostnað þæginda fyrir farþega. Hraðinn hafði þær hliðarverkanir að skipið átti það til að hristast fullmikið fyrir smekk sumra farþega. Gekk skipið gjarnan undir nafninu Hanastélshristarinn (The Cocktail Shaker). Árið 1921 var nafni skipsins aftur breytt og nú fékk það nafnið Hansa. Skipið endaði sem brotajárn í Hamborg í Þýskalandi árið 1925.
Níunda og næstsíðasta vika Leitarinnar er farin af stað.