main image

Krukkan fundin – Leitin 2016 hálfnuð

krukkan-2016Sigrún María Engilbertsdóttir er handhafi Karamellukrukkunnar 2016. Þetta er annað árið í röð sem Sigrún finnur Krukkuna góðu. Með Sigrúnu á myndinni er frændi hennar Kristján Rúnar sem aðstoðaði frænku sína við leitina. Kristján sigraði í Leitinni að Grenndargralinu árið 2015 og hefur jafnframt unnið Karamellukrukkuna.

Grenndargralið óskar Sigrúnu Maríu til hamingju með sigurinn. Hún fær ísveislu að launum fyrir góðan árangur í boði ísbúðarinnar Akureyri.

Eins og ávallt markar leitin að Karamellukrukkunni tímamót í Leitinni að Grenndargralinu. Leitin er nú hálfnuð; fimm þrautir að baki, fimm þrautir eftir.Ísbúðin Akureyri