main image

Áttunda vika í Leitinni

tveir-mennMögnuð saga tveggja dularfullra manna í þraut vikunnar. Báðir bjuggu í Eyjafirði á sitthvoru tímabilinu. Þeir áttu ýmislegt sameiginlegt. Báðir nutu þeir mikillar virðingar og komu úr efstu stétt aðalsmanna. Annar var þingmaður og hinn heimsþekktur uppfinningamaður. Þeir voru þekktir fyrir góðmennsku og hjálpsemi og áttu auðvelt með að hrífa fólk með sér. Annar hóf lífsgöngu sína í Ameríku en hinn er talinn hafa endað sína þar. Báðir eru álitnir hafa lifað í vellystingum þann tíma sem þeir voru í Bandaríkjunum. Þá áttu þeir það sameiginlegt að enda ævina á nokkuð óhefðbundinn hátt. Báðir létu þeir sig hverfa, annar í sjóinn en óvíst er um afdrif hins.

Krukkan fundin – Leitin 2016 hálfnuð

krukkan-2016Sigrún María Engilbertsdóttir er handhafi Karamellukrukkunnar 2016. Þetta er annað árið í röð sem Sigrún finnur Krukkuna góðu. Með Sigrúnu á myndinni er frændi hennar Kristján Rúnar sem aðstoðaði frænku sína við leitina. Kristján sigraði í Leitinni að Grenndargralinu árið 2015 og hefur jafnframt unnið Karamellukrukkuna.

Grenndargralið óskar Sigrúnu Maríu til hamingju með sigurinn. Hún fær ísveislu að launum fyrir góðan árangur í boði ísbúðarinnar Akureyri.

Eins og ávallt markar leitin að Karamellukrukkunni tímamót í Leitinni að Grenndargralinu. Leitin er nú hálfnuð; fimm þrautir að baki, fimm þrautir eftir.Ísbúðin Akureyri

Leitin að Karamellukrukkunni

Nú þegar Leitin að Grenndargralinu 2016 er að verða hálfnuð er við hæfi að hita upp fyrir lokaátökin. Það gerum við með því að leita að Karamellukrukkunni.

Þeir sem skila inn réttum úrlausnum við fimm fyrstu þrautunum áður en sjötta vika hefst (fyrir föstudaginn 14. október kl. 12:00) öðlast réttinn til að leita að krukkunni góðu.

Hvað er í Karamellukrukkunni? Hvar er hún? Hverjir finna krukkuna og hljóta þann óvænta glaðning sem hún inniheldur?

Vísbending, sem leiðir til fundar Karamellukrukkunnar, verður afhend þátttakendum föstudaginn 14. október í stofu 304 í Giljaskóla kl. 16:00.