main image

Skýrsla Giljaskólaleiðarinnar komin út

Undanfarin ár hafa nokkrir íslenskukennarar á unglingastigi í Giljaskóla unnið eftir hugmyndafræði sem gengur undir nafninu Giljaskólaleiðin. Stoðirnar eru þrjár og einkenna þær að miklu leyti þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í íslensku frá 8. bekk og þar til grunnskólagöngu lýkur. Áherslan er á framsögn, lestur og ritun í gegnum raunveruleg, merkingarbær viðfangsefni sem endurspegla veruleikann eins og hann blasir við utan veggja skólans. Reynt er eftir fremsta megni að koma afurðum nemenda, hvort sem þær er í ræðu eða riti, fyrir augu og eyru almennings. Út er komin samantekt sem hefur að geyma áherslur Giljaskólaleiðarinnar. Auk sérstakrar umfjöllunar um stoðirnar þrjár;  framsögn, lestur og ritun er fjallað um samspil þeirra og grunnþátta menntunar eins og þeir birtast í aðalnámskrá.  Boðið er upp á sýnishorn af verkefnislýsingum Giljaskólaleiðarinnar, leiðir skoðaðar við námsmat og vöngum velt yfir hvað framtíðin ber í skauti sér. Grenndargralið gefur út.