Karamellukrukkan er fundin
Það var Sigrún María Engilbertsdóttir úr Giljaskóla sem fann Karamellukrukkuna. Föstudaginn 16. október sl. kl. 16:00 fengu þátttakendur vísbendingu sem leiddi þá að krukkunni. Sigrún, ásamt aðstoðarfólki, var ekki lengi að leysa gátuna en hún fann krukkuna áður en hálftími var liðinn af fimmta tímanum. Vísbendingin var í formi landakorts frá árinu 1941 og stafarugls sem átti að leiða þátttakendur að bænum Kífsá í Lögmannshlíð þar sem krukkan var falin. Nokkur lið fylgdu í kjölfarið en gripu í tómt. Önnur fóru villur vegar og enduðu leitina víðs fjarri felustaðnum.
Glæsilegur árangur hjá Sigrúnu og aðstoðarfólki hennar. Hún vann sér inn fulla krukku af karamellum og fjóra bíómiða, þar af tvo á 3D myndir, í boði Borgarbíós.
Grenndargralið óskar Sigrúnu til hamingju með árangurinn og vonar að hún skemmti sér vel yfir góðum bíómyndum.