main image

Áttunda vika Leitarinnar farin af stað!

 

Mögnuð saga tveggja dularfullra manna í þraut vikunnar. Báðir bjuggu í Eyjafirði á sitthvoru tímabilinu. Þeir áttu ýmislegt sameiginlegt. Báðir nutu þeir mikillar virðingar og komu úr efstu stétt aðalsmanna. Annar var þingmaður og hinn heimsþekktur uppfinningamaður. Þeir voru þekktir fyrir góðmennsku og hjálpsemi og áttu auðvelt með að hrífa fólk með sér. Annar hóf lífsgöngu sína í Ameríku en hinn er talinn hafa endað sína þar. Báðir eru álitnir hafa lifað í vellystingum þann tíma sem þeir voru í Bandaríkjunum. Þá áttu þeir það sameiginlegt að enda ævina á nokkuð óhefðbundinn hátt. Báðir létu þeir sig hverfa, annar í sjóinn en óvíst er um afdrif hins.