Sjötta vika stendur yfir
Í sjöttu viku segir frá enskum fuglafræðingi sem kom til Akureyrar árið 1862. Honum þótti bærinn fábrotinn en samt einhver stórbrotnasti bær landsins!
“Sunnudagurinn var kaldur með skúraveðri, og bærinn eyðilegur að sjá. Samt er rétt að geta þess, að Akureyri er líflegasti og viðfelldnasti bærinn á Íslandi, og þar er mest athafnasemi.”