Kristján Rúnar fann Karamellukrukkuna
Kristján Rúnar Kristjánsson, nemandi í Síðuskóla, er handhafi Karamellukrukkunnar árið 2013. Leitin fór fram föstudaginn 18. október en þátttakendur fengu afhent umslag kl. 16:00 sem innihélt stuttan texta og kort sem gaf vísbendingu um felustað Krukkunnar. Hún var í öruggri vörslu trékarlsins stóra í Kjarnaskógi (sjá mynd). Kristján fær að launum hamborgaraveislu fyrir tvo í boði Hamborgarafabrikkunnar. Til hamingju Kristján Rúnar!
Við spurðum Kristján hvernig leitin hefði gengið.