main image

Leitin að Grenndargralinu 2012

Leit grunnskólanema að Grenndargralinu hefst föstudaginn 7. september. Leit að Grenndargrali fjölskyldunnar er nýlokið og því skammt stórra högga á milli hjá Grenndargralinu þessa dagana.  Unglingar bæjarins munu leita að gralinu góða fimmta árið í röð en fyrsta leitin fór fram haustið 2008. Tilkynning hefur verið send í grunnskólana á Akureyri en ekki liggur endanlega fyrir hvaða skólar taka þátt. Þó er ljóst að Glerárskóli, Giljaskóli, Síðuskóli og Naustaskóli hafa tilkynnt þátttöku sína. Fyrirkomulag Leitarinnar verður með sama sniði og og undanfarin ár. Tíu þrautir verða lagðar fyrir á jafnmörgum vikum og fá þátttakendur bókstaf fyrir hverja rétta lausn. Þeir raða saman bókstöfunum og mynda „lykilorðið“ sem þarf til að fá lokavísbendinguna. Þar með hefst kapphlaupið um gralið.  Allar nánari upplýsingar um leikreglur má finna undir liðnum Hugmyndafræði efst á síðunni.
Fréttir verða sagðar af gangi mála hér á heimasíðunni næstu daga fram að fyrstu þraut. Þá skal bent á Facebook-síðu Grenndargralsins þar sem tilkynningar og myndir birtast reglulega í tengslum við Leitina.