Héraðsfréttir í samstarfi við hestaleiguna Kát

Grenndargral.is leitar uppi fréttamenn framtíðarinnar (sjá Héraðsfréttir að ofan).  Unglingum í grunnskólum Akureyrar stendur nú til boða að færa umheiminum fréttir úr heimabyggð. Athyglisverðasta frétt hvers mánaðar verður valin og eru verðlaunin ekki af verri endanum. Hestaferð fyrir allt að fjóra með leiðsögumanni. Hestaleigan Kátur, sem staðsett er á Kaupangsbökkum austan Eyjafjarðarár, býður upp á tveggja klukkustunda ferð. Riðið er frá hestaleigunni niður að Eyjafjarðará og upp með henni að austanverðu.

Í lok maí verða fyrstu verðlaunin afhent. Til mikils er að vinna og ljóst að enginn verður svikinn af hestaferð í fallegasta firði landsins.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd