Glæsilegt fimleikahús á Akureyri er talið með þeim flottustu á landinu.
Haustið 2010 hófust æfingar í nýju íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla. Húsið var formlega vígt 17. október 2010. Árið 1941 byrjuðu fimleikaæfingar í Laugargötu. Þegar íþróttamiðstöð var byggð við Glerárskóla færðu fimleikarnir sig þangað en það íþróttahús var upphaflega byggt sem fimleikahús en Glerárskóli fékk afnot af húsinu. Núna hefur verið byggt nýtt glæsilegt fimleikahús og er það talið það flottasta á landinu.
Við tókum viðtal við einn fimleikaiðkanda sem hefur reynslu af bæði aðstöðunni við Glerárskóla og Giljaskóla.
Finnur þú mikinn mun á fimleikahúsunum? Já það er allt annað að æfa í nýja húsin. Maður sér endalausar framfarir hjá fimleikaiðkendum. Það er ótrúlegt hversu miklum árangri þetta fimleikafólk hefur náð þrátt fyrir mörg ár í lélegri aðstöðu.
Hvernig er að æfa í nýja húsinu miðað við Glerárskóla? Það er þvílíkur munur. Í gamla húsinu þurftum við alltaf að setja upp áhöldin og taka þau saman aftur og það tók oft mikinn tíma af æfingunum. Núna getum við bara byrjað að æfa þegar æfingin byrjar og hætt svo í lok hennar. Við erum búin að ná svo miklum framförum í fimleikahúsinu vegna aðstöðunnar. Til dæmis hefur gryfjan hjálpað okkur mjög mikið að gera erfiðari stökk og einnig allskonar tæknitæki. Svampagryfjan sem við höfum er alveg meiriháttar og er eina svona gryfjan í öllum heiminum.
Hefur fimleikafólkið verið að ná meiri árangri á mótum síðan byrjað var að æfa í húsinu? Við höfum verið að gera erfiðari stökk og í áhaldafimleikum hafa einstakir iðkendur komist inn á Íslandsmót. Það er alltaf verið að fjölga iðkendum en því miður komast ekki allir að sem hafa áhuga. Það er alveg auðséð að fimleikafélag Akureyrar stefnir hátt.
Þetta hefur greinilega skipt miklu máli fyrir fimleikaiðkendur á Akureyri svo ekki þarf að sjá eftir þessu húsi. Einnig eru kenndar skólaíþróttir í Giljaskóla í íþrótthúsinu.
Við teljum að þetta hús eigi eftir að setja stóran svip á íþróttaiðkun á Akureyri.
Höfundar: Elín Margrét og Rakel Ösp, Giljaskóla.
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd