Leitinni 2010 formlega lokið.
Í byrjun desember voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í Leitinni að grenndargralinu árið 2010. Þátttakendur sem luku við þrautirnar 10 fengu afhend viðurkenningarskjöl við hátíðlega athöfn á sal þátttökuskólanna þriggja.
Að klára tíu þrautir er mikið afrek og í ár voru það alls 16 nemendur sem fóru alla leið. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim. Hápunktinum var svo náð þegar sjálft Grenndargralið var afhent. Það voru þeir Baldvin Kári og Aron Elvar úr 8. SM í Glerárskóla sem veittu gralinu viðtöku úr höndum Helgu Halldórsdóttur umsjónarmanns Leitarinnar. Þeir fengu einnig verðlaunapeninga til eignar en gralið verður í þeirra vörslu næsta árið. Eftirtaldir fengu viðurkenningar auk sigurvegaranna tveggja:
Ásdís Þóra Halldórsdóttir Giljaskóla
Bára Hensley Pétursdóttir Glerárskóla
Elfa Jónsdóttir Síðuskóla
Einar Jóhann Tryggvason Giljaskóla
Fríða Kristín Hreiðarsdóttir Glerárskóla
Guðríður Lilja Lýðsdóttir Giljaskóla
Gunnar Ingi Ingólfsson Glerárskóla
Hafþór Andri Jóhannsson Giljaskóla
Helga Nína Helgadóttir Giljaskóla
Hrund Hákonardóttir Giljaskóla
Katrín Lóa Traustadóttir Síðuskóla
Linda Margrét Eyþórsdóttir Giljaskóla
María Kristín Davíðsdóttir Giljaskóla
Oddur Kári Ómarsson Glerárskóla
Umsjónarmenn Leitarinnar að grenndargralinu óska þeim Baldvini Kára, Aroni Elvari og öllum hinum sem hlutu viðurkenningar til hamingju með árangurinn. Þið stóðuð ykkur með mikilli prýði. Hér að neðan má sjá mynd af þátttakendum sem hlutu viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í Leitinni að grenndargralinu 2010.
Brynjar, Helga og Sigrún.
Sigurvegararnir taka við grenndargralinu, Baldvin Kári og Aron Elvar úr Glerárskóla.
Hafþór Andri Jóhannsson og Einar Jóhann Tryggvason úr Giljaskóla
Guðríður Lilja Lýðsdóttir og María Kristín Davíðsdóttir úr Giljaskóla.
Helga Nína Helgadóttir og Hrund Hákonardóttir úr Giljaskóla.
Ásdís Þóra Halldórsdóttir og Linda Margrét Eyþórsdóttir úr Giljaskóla.
Oddur Kári Ómarsson og Gunnar Ingi Ingólfsson úr Glerárskóla.
Fríða Kristín Hreiðarsdóttir og Bára Hensley Pétursdóttir úr Glerárskóla.
Elfa Jónsdóttir og Katrín Lóa Traustadóttir úr Síðuskóla.
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd