main image

Liðskynningar

Umsjónarmenn Leitarinnar hafa sent þátttakendum beiðni um að skila inn liðskynningum. Þátttakendur skila inn upplýsingum um liðin, hvað þau heita, hvert sé markmiðið með þátttökunni o.s.frv. Kynningarspjöld verða útbúin með myndum af liðunum. Hlutverk kynningarspjaldanna er að kynna fyrir áhugasömum um víða veröld þá metnaðarfullu og duglegu einstaklinga sem keppast við að finna djásnið sem allt snýst um, grenndargralið. Eitt af öðru verða spjöldin birt næstu vikurnar hér á heimasíðunni og á heimasíðum þátttökuskólanna þriggja.

Hver veit nema liðskynningarnar opni dyr frægðarinnar hjá einhverjum eins og hjá þeim Hrafnhildi og Unni, sigurvegurum Leitarinnar að grenndargralinu árið 2008 (sjá mynd).