main image

Karamellukrukkan er fundin!

Það voru þær Arna Dögg og Lydía Rós úr Glerárskóla sem fundu Karamellukrukkuna. Föstudaginn 15. október sl. kl. 14:00 fengu þátttakendur vísbendingu sem leiddi þá að krukkunni. Þær Arna og Lydía voru fljótastar að átta sig og fundu krukkuna áður en klukkan sló 15:00. Fleiri lið fylgdu í kjölfarið en gripu í tómt.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim Örnu og Lydíu. Þær uppskáru fulla krukku af karamellum. Í krukkunni leyndust bíómiðar fyrir tvo ásamt poppi og gosi, allt í boði Borgarbíós.

Heimasíða Leitarinnar óskar þeim Örnu og Lydíu til hamingju með árangurinn og vonar að þær skemmti sér vel yfir góðri bíómynd.